Ferðir & önnur verkefni

Ferðir eru mikilvægur hluti af starfi FC Sækó. Markmiðið er að fara erlendis að jafnaði annað hvert ár til að heimsækja sambærileg verkefni, spila vináttuleiki og efla tengsl. Ferðirnar styrkja líka heilsu og sjálfstraust þátttakenda — fyrir marga sem glíma við andleg veikindi getur það verið stórt skref að fara út fyrir þægindarammann.

Langtímamarkmið félagsins er að halda alþjóðlegt mót í geðveikum fótbolta á Íslandi

Skotlandsförin 2014

Fyrsta stóra erlenda ferðin. Leikir í Glasgow og á aðalleikvangi Falkirk FC – og draumaliðið varð til.

Nottingham 2016

Keppnis- og kynnisferð til England. Heimsókn til Notts County og uppbygging tengsla við sambærileg verkefni.

Bergen 2018

25 liðsmenn fóru til Bergen. Tveir leikir og kynni af sambærilegu liði – og stuttu síðar boð á Bessastaði

Skotland 2024

Ferð aftur eftir hlé vegna Covid-19. Leikir við lið tengd Celtic og Falkirk og fræðsluheimsókn í Falkirk.

Dream Euro Cup 2024 (Róm)

25 liðsmenn fóru til Bergen. Tveir leikir og kynni af sambærilegu liði – og stuttu síðar boð á Bessastaði

EASICUP 2025 í Steyr

Í júní 2025 hélt FC Sækó til Steyr í Austurríki til að taka þátt í 21. E.A.S.I. Cup (EASICUP) – einu stærsta Evrópumóti sinnar tegundar þar sem fótbolti er notaður til að efla félagslega þátttöku, sjálfstraust og bata í gegnum liðsheild, hreyfingu og samveru.