Bergen 2018: keppnis- og kynnisferð til Noregs
Vikuna 13.–18. maí 2018 fór FC Sækó í keppnis- og kynnisferð til Bergen í Noregi. Alls fóru 25 liðsmenn (6 konur og 19 karlar) auk tveggja starfsmanna frá Hlutverkasetri.
Í Bergen er starfandi sambærilegt fótboltaverkefni. Á ferðinni:
- voru spilaðir tveir leikir,
- æft á æfingasvæði þeirra,
- og byggð upp tengsl sem styrkja starfið til framtíðar.
