Jafnrétti

Jafnrétti… er það ekki bara hvorugkyns orð? 

FC Sækó fær Jafnréttisverðlaun KSÍ 2016

 

Verkefnið felst í því að íbúum í búsetukjörnum fyrir geðfatlaða, notendum á geðsviði Landspítalans og Hlutverkaseturs ásamt starfsfólki stendur til boða að æfa fótbolta

Það er FC Sækó sem hlýtur Jafnréttisverðlaun KSÍ að þessu sinni.  Fótboltaverkefnið Geðveikur fótbolti og fótboltaliðið FC Sækó byrjaði í nóvember 2011 og er samstarfsverkefni velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, geðdeildar Landspítalans og Hlutverkaseturs.

Verkefnið felst í því að íbúum í búsetukjörnum fyrir geðfatlaða, notendum á geðsviði Landspítalans og Hlutverkaseturs ásamt starfsfólki stendur til boða að æfa fótbolta. Markmiðið er að efla heilsu og virkni ásamt því að veita jákvæðan og uppbyggilegan félagslegan stuðning.

Verkefnið fékk strax mjög góðar viðtökur og mættu 15-20 einstaklingar að jafnaði hvern einasta mánudag og eru enn að í dag.