Liðið

Forsvarsmenn íþróttafélagsins FC Sækó

Bregþór Grétar BöðvarssonÞjálfari FC Sækó

bergthor@fcsaeko.is

Bergþór starfar hjá batamiðstöðinni á Klepp. Bergþór þekkir geðfötlun vel af eigin raun og hefur náð miklum bata.

Bergþór  hlaut hvatningarveðlaun ÖBÍ í flokki einstaklinga 2011 fyrir að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi.

Bergþór lauk þjálfanámskeiði l og ll hjá KSÍ vor og haust árið 2016.

Bergþór Garðar Böðvarsson
Bregþór Þjálfari Fc sækó

Saga Bergþórs

Bergþór ólst upp í vesturbæ Kópavogs og æfði og spilaði fótbolta með Breiðablik fram til 15 ára aldurs. Bergþór greinist með geðsjúkdóm þegar hann er rétt rúmlega tvítugur. Við tók 10 ára tímabil þar sem hann var meira og minna inni á geðdeild en í kringum aldamótin fór Bergþór að vinna í sínu bataferli með aðstoð notendafélaga eins og Klúbbnum Geysi og Hugarafl.

Bergþór hóf svo störf á geðsviði Landspítalans, 2006 sem fulltrúi notenda og talsmaður sjúklinga, svo 2010 að vinna við Hlutverkasetur, Þar fór hann að vinna í verkefni sem heitir Notandi spyr Notanda eða NsN  og út frá einu NsN verkefni varð fótboltaverkefnið geðveikur fótbolti til.

Andri Vilbergsson: Starsmaður Hlutverkasetus, þjálfari

andri@fcsaeko.is

Andri Vilbergsson
Andri Vilbergsson

Andri er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Honum líður best á mölinni í strigaskóm sparkandi í fótbolta. Fyrir ca. 12 árum gerðist hann fótboltaþjálfari og hefur þjálfað bæði stelpur og stráka á öllum aldri síðan og er núna að þjálfa hjá Breiðablik. Þegar hann þurfti að taka ákvörðun um hvað hann vildi verða þegar hann yrði stór datt hann niður á fræðigrein sem aðeins var kennd við Háskólann á Akureyri – iðjuþjálfun. Hann flutti því norður og lauk B.s nám í þeim fræðum 2013. Hann starfaði í framhaldinu á geðsviði LSH. Í dag vinnur hann einnig í hlutastarfi í Hlutverkasetri. Í starfi sínu leggur hann áherslu á gildi hreyfingar, útiveru og atvinnuþátttöku. Ásamt því að vera pabbi og sinna því hlutverki af alúð leggur hann einnig rækt við gamla félaga sína. Andri hjólar í vinnuna, er hlýr og nærgætinn í samskiptum. Uppáhaldsmaturinn hans er lambalæri með velútilátinni sósu.

Andri hefur lokið UEFA – B þjálfaragráðu

Rúnar Arnarsson: Starfsmaður Laugarássins, Meðferðargeðdeildar á LSH

Gjaldkeri

runar@fcsaeko.is

Runar Arnarsson
Runar Arnarsson

Helgi Þór Gunnarsson: Forstöðumaður í búsetuþjónustu fyrir geðafatlaða hjá Reykjavíkurborg

helgithor@fcsaeko.is

Helgi Þór Gunnarsson
Helgi Þór Gunnarsson

 

Orri Hilmarsson
Orri Hilmarsson

Orri Hilmarsson er í stjórn FC Sækó og hefur stundum verið aðstoðarmaður þjálfara og duglegur að taka þátt og hvetja aðra.

Lið Fc Sækó: Hér gefur að líta þann fjölbreytta hóp þerirra sem spila bata-bolta eða “Geðveikan fótbolta” og skipa liðið sjálft

Fc Sækó
Fc Sækó

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fc sækó

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fc Sækó

 

 

 

 

 

 

 

                                                                                

 

 

 

                                     

 

 

 

 

 

Fc Sækó