Samstarfsaðilar

Batamiðstöðin                                                                                                           

Batamiðstöð er tilraunaverkefni til þriggja ára og krefst þess að ráðnir séu tveir íþróttafræðingar auk þess sem þarf að byggja upp aðstöðu til hreyfingar á Kleppi. Með verkefninu er vonast er til að það skili sér í bættum lífsstíl með lækkun á kostnaði fyrir notendur sjálfa, t.d. lækkun á lyfjakostnaði og fyrir samfélagið í heild. Fyrst og fremst eykur Batamiðstöð lífsgæði notenda geðsviðs sem er aðalhvatinn að baki verkefninu.                                           

 Sjá nánar

 

Búsetuþjónusta fyrir geðfatlaða

Velferðarsvið Reykjavíkur er með umsjón með íbúðum, íbúðakjörnum með ákv rýmum auk stuðningsþjónustu til  geðfatlaðra einstaklinga sem búa sjálfstætt. Þjónustan er einstaklingsbundin og sveigjanleg og miðar að því að rjúfa einangrun og hvetja til félagslegrar virkni. Samstarf er milli velferðarsviðs og Landspítala – háskólasjúkrahúss um rekstur  verndaðra heimila fyrir geðfatlaða. Markmið þjónustunnar er að rjúfa einangrun, hvetja til félagslegrar virkni og koma í veg fyrir endurinnlagnir.                                

  Sjá nánar

Endurhæfing LSH                                                                                                    

Endurhæfing fólks með geðsjúkdóma fer fram á Kleppi og Endurhæfingu LR á Laugarásvegi 71. Endurhæfing er samhæft, samfellt og markvisst ferli sem byggir á samvinnu milli notanda, fjölskyldu/aðstandenda og heilbrigðisstarfsfólks. Lögð er áhersla á að stuðla að auknum lífsgæðum hjá fólki og hvetja til ábyrgðar á eigin hegðun og lífsstíl. Meðferðin byggist m.a. á fræðslu og stuðningi til að auka virkni og ábyrgð fólks til að ná markmiðum sínum. Þátttaka í samfélaginu, valfrelsi og leið til að þroskast við breyttar aðstæður eru mikilvæg atriði í endurhæfingu geðsviðs.                                           

Sjá nánar

Hlutverkasetur                                                                                                  

Hlutverkasetur býður upp á umgjörð, hvatningu og stuðning fyrir þá sem vilja viðhalda virkni á markvissan hátt eða auka lífsgæðin. Stefnt er að því að viðhalda eða efla sjálfsmynd gegnum verkefni, fræðslu og umræður. Markmið er að komast út á almennan vinnumarkað, fara í nám eða auka lífsgæði. Leiðarljós Hlutverkaseturs er virk samfélagsþátttaka, að sinna hlutverkum sem gefa lífinu tilgang og þýðingu, jákvæðni og kímni. Í Hlutverkasetur leggur áherslu á að allir geti lagt eitthvað af mörkum og hafa því margir boðið fram krafta sína og þekkingu, bæði atvinnuleitendur sem og fólk sem er í vinnu. Hlutverkasetur er í samstarfi við ótal aðila innan félags- og heilbrigðisgeirans, Reykjavíkurborgar, atvinnu- og menntastofnanir, verkalýðsfélög sem og einstaklinga.            

Sjá nánar