Fréttir

Leikur Fc sækó – Fc kreisí 

14,04,2018

Á laugardaginn mætti FC Sækó, FC Kreisí.

Leiknum lauk með 9 mörkum Fc kreisí gegn 7 mörkum Fc sækó… ( klárlega dómaraskandall)

Liðsmenn FC Kreisí eru meðal annarra Stefán Eiríksson borgarritari, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna, Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins auk oddvita annarra flokka sem bjóða fram til borgarstjórnarkosninga í vor. 

Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður og Sveppi léku með Fc sækó. Þetta var æsispennandi leikur þar sem leikgleðin var í fyrirrúmi.
Takmarkið er að safna fyrir fimm daga æfinga- og keppnisferð FC Sækó til Bergen í Noregi.

 

Vinningshafi í leik Fc sækó

Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ og 1Bergþór Grétar Böðvarsson afhentu Margrét Reynisdóttir árituðu landsliðstreyjuna í dag á skrifstofu KSÍ og gleðin leyndi sér ekki 😁
Innilega til hamingju!
Kærar þakkir til Margrétar og allra sem tóku þátt og studdu okkur👍
Minnum á að enn er hægt að styrkja okkur með því að hringja í númerin okkar

Landsliðs treyjan að fá nýan eiganda…..

15,03,2018

Núna er leiknum lokið með treyjuna flottu. 

Nú bíðum við eftir að klárað verið að taka saman tölur frá öllum símafélögum og Borgun.  

Það verður gaman að sjá hvað þessi söfnun skilaði og að gleðja heppinn stuðningsmann með þessari flottu treyju. 

Við munum hafa samband við þann heppna um leið og buið er að draga.  Við munum einnig tylkynna úrslitin hér og á heimasíðu KSÍ 

Kærar þekkir fyrir þáttökuna!

Vilt þú vinna áritaða Landsliðstreyju?

14,02,2018

Ákveðið hefur verið að framlegja leiknum okkar með árituðu treyjunni sem KSÍ gaf okkur 

Hægt verður að hringja í 901 númerin til miðnættis 28 Feb

901 7111=(1000kr) – 901 7113=(3000kr) – 901 7115=(5000kr)

KSÍ hefur lagt okkur lið með rausnarlegri gjöf treyju áritaða af Íslenska Landsliðinu sem er að fara á HM i sumar…. og Tólfan seigir HÚ!

Allir sem taka þátt og styrkja okkur 1000kr eða yfir munu fara í pottinn. Dregið verður í byrjun Mars og treyjan afhent á skrifstofu KSÍ.

Spennadi tímar frammundan.

 

Vilt þú vinna áritaða Landsliðstreyju?

23,12,2017

Þann 27 Des mun FC Sækó starta besta, milli Jóla og Nyárs, og fram í Janúar FB leik EVER!

KSÍ hefur lagt okkur lið með rausnarlegri gjöf treyju áritaða af Íslenska Landsliðinu sem er að fara á HM i sumar…. og Tólfan seigir HÚ!

Allir sem taka þátt og styrkja okkur 1000kr eða yfir munu fara í pottinn. Dregið verður 15 Febrúar og treyjan afhent á skrifstofu KSÍ.

Spennadi tímar frammundan.

FC SÆKÓ, mun eins og aðrir landsmenn nota næstu daga í að gleðjast með vinum og vandamönnum, misnota sykur og salt, og mæta svo sprækir til leiks þann 27 DES

Óskum Landsmönnum öllum Gleðilegra Jóla!

 

Bergen 2018 og Heimildarmynd um FC Sækó – söfnun

04.12.2017

Fc Sækó hefur söfnun í fyrirhugaða ferð til Bergen í Noregi.  Þar munum við spila vináttuleiki við frændur vora Norðmenn sem eru í sama úrræði og samhæfa reynslu okkar í “Geðveikum Fótbolta”

Það getur verið mikið átak að stíga út fyrir þægindarammann og ferð sem þessi mikið bataskref fyrir okkar leikmenn.

Þjálfari þeirra Norsku er Claus Lundekvam, sem lék í meira en áratug með Enska úrvalsdeildarlíðinu Southampton. (Saga Claus í the Guardian)

Jafnframt  er draumur okkar að gera Heimildarmynd um verkefnið til að auka skilning fólks á verkefninu og hvað þetta úrræði hjálpar þeim einstaklingum sem eiga við geðfötlun að stríða.Fc Sækó

Fc Sækó hefur rætt við tvo hugsamlega framleiðendur. en annar af þeim er hinn magnaði og virti Rússneski leikstjóri Verý Pyschosky sem meðal annars gerði hina frábæru mynd, Meðan Laufin sofa liggja Spaðarnir andvaka.

Það er ekki spurning að við getum lært mikið af þeim, og þeir af okkur:)

Áætlað er að ferðin kosti um 4 miljónir, en verkefnið í heild  yfir 15 miljónir…..

Núna er tækifærið til að rífa upp veskin, eða auðkennislykilinn og láta gott af sér leiða!

Styrktarreikningur FC Sækó er: 0515-26-101115 kt. 501115-0610

FC Sækó keppir við FC Crazy

13.9.2016

Fc crasy
Fc crasy

Næstkomandi laugardag, 17. september kl. 11:00 mun knattspyrnufélagið FC Sækó etja kappi við lið FC Crazy í 11 manna fótbolta í 2 x 25 mín.

Um er að ræða fjáröflunarleik með geðveikri gleði í fyrirrúmi og verður leikið á gervigrasvellinum í Laugardal 🙂 Hinn eini sanni Gummi Ben mun vera vallarþulur og lýsa leiknum af sinni alkunnu snilld. Það verður ÓKEYPIS inn á völlinn og boðið upp á veitingar áhorfendum að kostnaðarlausu.

En við óskum eftir frjálsum framlögum og eins mun áhorfendum gefast kostur á að kaupa sér einhverjar mínútur í leiknum með öðru hvoru liðinu. Fyrirþá sem ekki vita þá er lið FC Sækó skipað notendum og starfsmönnum geð- og velferðarkerfisins og öðrum sem hafa áhuga á að styðja við verkefnið með sinni þátttöku, Lið FC Crayzy er skipað borgarfulltrúum Reykjavíkur með borgarstjóra og formann Velferðarráðs í broddi fylkingar. En þess má geta að í báðum liðum má mjög líklega sjá einhverjar „gamlar“ knattspyrnukempur. Í hálfleik verður boðið upp á glens og gaman þar sem hægt verður að kaupa sér pláss í þeim viðburði. Hvað það verður er ekki komið á hreint en það verður eitthvað geðveikt skemmtilegt. Þessi fjáröflunarleikur er okkurgríðarlega mikilvægur svo við getum haldið áfram með verkefnið og bætt það enn meira.

Sjáumst vonandi sem flest á laugardaginn.

http://www.ksi.is/mot/2016/09/13

 

FC Sækó sigrar stund og stað á hverri æfingu- Smellið  –HÉR – til að skoða fréttina

20.07.2016

 

FC Sækó fær Jafnréttisverðlaun KSÍ

Verkefnið felst í því að íbúum í búsetukjörnum fyrir geðfatlaða, notendum á geðsviði Landspítalans og Hlutverkaseturs ásamt starfsfólki stendur til boða að æfa fótbolta

13.2.2016

Jafnrétti, KSÍ
Jafnrétti, KSÍ

Það er FC Sækó sem hlýtur Jafnréttisverðlaun KSÍ að þessu sinni.  Fótboltaverkefnið Geðveikur fótbolti og fótboltaliðið FC Sækó byrjaði í nóvember 2011 og er samstarfsverkefni velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, geðdeildar Landspítalans og Hlutverkaseturs.

Verkefnið felst í því að íbúum í búsetukjörnum fyrir geðfatlaða, notendum á geðsviði Landspítalans og Hlutverkaseturs ásamt starfsfólki stendur til boða að æfa fótbolta. Markmiðið er að efla heilsu og virkni ásamt því að veita jákvæðan og uppbyggilegan félagslegan stuðning.

Verkefnið fékk strax mjög góðar viðtökur og mættu 15-20 einstaklingar að jafnaði hvern einasta mánudag og eru enn að í dag.

http://www.ksi.is/um-ksi/arsthing/nr/13159

Sækó skellti Skot­un­um

22.011.2014

Bergþór G. Böðvarsson, til hægri, og einn Skotinn skiptast á ...
Bergþór G. Böðvars­son, til hægri, og einn Skot­inn skipt­ast á treyj­um í leiks­lok. mbl.is
(af vef mbl)