Forsíða

Verkefnið FC Sækó eða „geðveikur fótbolti“ hófst í Nóvember 2011 sem samstarfsverkefni Hlutverkaseturs, Velferðarsviðs Reykjavíkur og geðsviðs Landspítalans, en FC Sækó er sjálfstætt íþróttafélag.

Tilgangur: Efla og auka virkni fólks með geðraskanir og gefa þeim tækifæri til að iðka knattspyrnu sem og að draga úr fordómum.

Markmið:  FC Sækó er fyrst og fremst til efla andlega og líkamlega heilsu fólks, vera sýnileg og hafa gaman. Á æfingum eða í leikjum eru allir jafnir og þannig styðjum við hvort annað og drögum við úr fordómum.

Batabolti snýst ekki bara um fótbolta, heldur er það heildarumgjörðin sem stuðlar að bata, þ.m.t Að stíga út fyrir rammann, vera líðsheild, mannleg samskipti, o.m.f.l 

FC Sækó er skipað karl og kvennkyns notendum geð- og velferðarkerfisins, starfsmönnum þess og öðrum sem hafa áhuga á að styðja við verkefnið. 
 
Síðustu ár höfum við verið að taka þátt í Gulldeildinni í fótbolta og höfum spilað á knattspyrnumóti með knattspyrnufélaginu Ösp hjá Íþróttafélagi fatlaðra, Nes hjá íþróttafélagi fatlaðra á Reykjanesi og old boys liðum Breiðabliks og Þróttar Reykjavík og liði frá Sunderland í Englandi. Það eru allir velkomnir að æfa og/eða spila með okkur, konur og karlar, fólk sem tengist geð- eða velferðarsviði og/eða úrræðum því tengdu eða aðrir.

Frekari upplýsingar um æfingatíma og fleira má nálgast

hjá fcsaeko@fcsaeko.is eða í síma 8245315